Heimshljóðfæri

Í Sangitamiya er hægt að finna alla hljóðfæraflokka, hvort heldur sem er slagverks-, strengja- eða blásturshljóðfæri. Af þeim fjölmörgu hljóðfærum sem fólki stendur til boða í búðinni má nefna:

Slagverkshljóðfæri Marimbur, xýlafónar, og klukkuspil; kínversk og indónesísk gong, symbalar og bjöllur; afrískar djembe, údú og vatnstrommur; indverskar tabla, mridangam, madal og sjávartrommur; perúsk cajon; kúbanskar bongó, güiro og maracas; pakístanskar gongtrommur, batík og átthyrndar rammatrommur; tyrkneskar og egypskar darbouka; egypskar bendir; írskar bodhran; japanskar daiko og blævængstrommur; karabískar stáltrommur; þýskar tungutrommur og sansúlur; sem og nepalskar, tíbetskar og indverskar hljóðskálar, auk bandarískra krystalskála.

Strengjahljóðfæri Bandarísk ukulele, strumstick og banjo; gítarar; sænskar lýrur; íslensk kantele og jarðhörpur; keltneskar hörpur; þýsk mandólín; grísk bouzouki; rúmönsk psalter, dúlcimer og barnahörpur; kínversk ehru, gu-zheng og rúan; mongólsk morin khuur; vietnömsk dantram; rússneskar balalaikur; indverskir sítarar; bólívísk charango; og kólumbísk tiple og cuatro.

Blásturshljóðfæri Skoskar sekkjapípur; írskar þverflautur og tinflautur; keltneskar okkarínur og uillean-pípur; breskar og þýskar munnhörpur; kínverskar hu-lu-si flautur og sheng munnorgel; indversk shenai, bansúri, harmoníum og shruti box; ítalskar concertínur; moldavískar tvíflautur; armenískar dúdúk; bólivískar quena; vietnamskar og evrópskar munngígjur; sem og japanskar sakuhachi flautur.

Önnur hljóðfæri eins og syngjandi sagir, melódíkur, orkugjöll, vindgjöll, vatnsfuglar, hestar, fílar, uglur, höfrungar, froskar, og sveiflurör.

Aukahlutir eins og strengir í öll hljóðfærin, pokar, töskur, axlabönd, stillitæki, stillilyklar, taktmælir, sleglar, trommuskinn, og rakaormar.

Kennsluefni – bækur og DVD-myndbönd.