Ukulele / Ukelele

Sangitamiya býður upp á mjög gott úrval ukulele-strengjahljóðfæra. Um er að ræða yfir 50 mismunandi tegundir af þessu skemmtilega og hljómfagra hljóðfæri, einkum hljóðfæri frá fyrirtækinu Kala í Kaliforníu.

Blue Moon Ukulele

Blue Moon Uke Blue

EM – Exotic Mahogany

KA-TEME

Hágæða ukulele (High End)

Archtop

KA – Mahogany

KA-6

Makala Dolphin

MK-SD-MBL

 

 

Makala MK

mk-s-front-flat

 

 

Novelty Ukulele / Framandi týpur

ka-kiwi

 

 

Pocket Ukulele

Pocket Uke Angle

 

 

Travel Uke (Thin Line)

Travel Uke Angle

 

 

U-Bass / Ukulele bassi

IMG_2089

 

 

Ukadelic

Paisley group

 

 

Ukulele Banjo / Banjolele

Uke Banjo Closed Back 1

 

 

Ukulele kennsluefni / bækur / DVD

Complete Uke Course

 

 

Ukulele strengir

aquila strings

 

 

Ukulele töskur, pokar og fylgihlutir

AlligatorCaseCollage

 

Nokkur orð um ukulele

Saga

Ukulele (einnig stafað ukelele) er fjögurra strengja hljóðfæri sem kennt er við Hawaii eyjarnar í vestur Bandaríkjunum. Orðið “ukulele” þýðir “hoppandi fló” á hawaiísku, en heimamönnum þóttu fingrahreyfingar ukulele-spilaranna svo hraðar að þær líkjust hoppandi flóum. Ukulele hljóðfærið á sínar rætur að rekja í hljóðfærahefð Portúgals, en það var í lok 19.aldar að þrír portúgalar sigldu til Hawai-eyja og komu með hljóðfærið með sér. Hljómur hljóðfærisins, sem er afar léttur, bjartur og skemmtilegur, heillaði heimamennina, og þeir voru fljótir að fara að búa til sín eigin hljóðfæri. Hljóðfærið varð þekkt á alþjóðlegum vettvangi upp úr 1920 í gegnum alþjóðlegar sýningar sem haldnar voru í Bandaríkjunum, einkum í Kaliforníu.

Vinsældir ukulele hljóðfærisins hafa aukist með tímanum, bæði meðal tónlistarhlustenda sem og hljóðfæraleikara. Ukulele er einnig tilvalið hljóðfæri til þess að byrja að læra á, þar sem stillingin er afar falleg og aðgengileg, og auðvelt er því að læra að spila á hljóðfærið.

Ukulele stærðir

Ukuelele er að finna í fjórum stærðum, auk nýja ukulele-bassans. Minnstu þrjár stærðirnar kallast sópran, concert og tenor; þær hafa allar sömu stillingu, sem er opinn C-dúr hljómur með sexund, eða G-C-E-A. Sópran er minnsta stærðin og hún hentar bæði ungum sem og fullorðnum; concert er miðstór týpa, og tenór er stærst ef þessum þrem, og er sú stærð tilvalin í tónleikahaldi og höfðar sterkt til gítarleikara sem eru vanari að spila á stærra hljóðfæri.

Fjórða stærðin heitir baritónn, en hún er í sömu stillingu og efstu fjórir strengir á gítar, eða D-G-H-E.

Ukulele-bassinn kom á markaðinn í október 2010, en hann er bassi í hefðbundinni stillingu, eða E-A-D-G. Hann er í sömu stærð og baritón ukulele og hefur polyurethane strengi (einskonar gúmmí), sem eru óvenju þykkir og mjúkir í senn. U-Bass kemur alltaf með pick-up til að tengja við magnara. Margir hafa lýst honum sem ferða-kontrabassa, en hljóðfærið er afar hljómfagurt og hljómmikið.

Kala Ukulele

Kala ukulele-fyrirtækið í Kaliforníu, Bandaríkjunum, hefur verið að þróa mjög margar tegundir af ukulele hljóðfærum í öllum stærðum, en um er að ræða hágæðahljóðfæri þar sem jafnvel ódýrustu týpurnar standast allar væntingar hljóðfæraleikarans.