U-Bass / Ukulele bassi

Ukulele bassinn frá Kala er tímamótauppfinning, en um er að ræða bassa með 50cm háls (20″) sem er með sama raddsvið og hefðbundinn bassi.  Hann er stilltur í hefðbundinni bassa stillingu, E-A-D-G, en hefur strengi úr svokölluðu “polyurethane” gúmmí.  Það er sönn ánægja að spila á u-bassann, hvort heldur sem er á æfingu, upptöku eða tónlistarflutning.

Í eftirfarandi myndbandi talar Mike Upton frá Kala fyrirtækinu um einkenni, uppfinningu og þróun ukulele bassans:

 

Ukulele bassinn kemur í þrem mismunandi gerðum eftir viðartegund:  spruce, mahogany og acacia.  Hægt er að fá bæði hljóðfæri með böndum (fretted) og án banda (fretless) í hverri viðartegund fyrir sig.  Spruce týpan með böndum er líka til fyrir örvhenta (LH).

 

 

Tilbaka á aðal ukulele síðuna —>