Select Page
Photo gallery

Mandólín tilheyrir lútu-fjölskyldunni, en fyrirrennari þess var hljóðfærið mandore.  Það eru góðar lýkur á að fyrirrennarar mandore-hljóðfærisins hafi komið til Evrópu frá Arabíu í gegnum Spán á 10. og 11. öld, en frá Spáni fór hljóðfærið hratt yfir til Portúgals, Frakklands og Ítalíu.  Mandólínið sem slíkt þróaðist á Ítalíu á 18. og 19. öld og hefur breiðst út um allan heim síðan og tekið á sig margskonar form og lögun.

Í fyrstu hafði það 6 tvöfalda strengi en síðar urðu þeir 4 og þannig er mandólín í dag. Það er stillt í fimmundum, G-D-A-E, eins og fiðlustilling.  Algengasta lögun mandólins er kringlótt eða dropalaga og hljómgötin eru annaðhvort kringlótt, ávöl eða f-laga. Í dag er hægt að fá mandólín í ýmsum gerðum og Sangitamiya hefur gott úrval af mandólínum á góðum verðum, aðallega frá Bretlandi og Rúmeníu.

 

 

Blue Moon mandólín

Bresku hljóðfærin sem Sangitamiya býður upp á eru annarsvegar Blue Moon og hinsvegar Ashbury. Ódýrasta týpan er frá Blue Moon, það er perulaga, úr greni og valhnetutré,  með góðum stilliskrúfum. Frábært verð fyrir gott hljóðfæri!

Næstu Blue Moon týpur eru dropalaga, lakkað og „archtop“ týpur, sem merkir að bakið er kúpt sem hefur áhrif á hljóm hljóðfærisins. Þær eru fáanlegar með tvennskonar hljómgötum; kringlóttum og f-laga, og í mismunandi litum.  Blue Moon f-laga týpan er líka fáanleg með pick-up til að tengja beint í magnara.

Ashbury mandólín

Ashbury mandólínin sem fáanleg eru í Sangitamiya eru í betri gæðum og því færast þau upp um verðflokk. Annarsvegar er fáanlegt mandólín úr mahogany-við, lakkað svart og dropalaga með f-laga hljómgötum.  Þessi týpa er einnig fáanleg með pick-up til að tengja beint í magnara.

Hinsvegar er fáanlegt afar hljómfagurt mandólín úr hlyn, dropalaga og með ávölu hljómgati.

Ashbury „Army and Navy“ fékk nafnbótina vegna þess að það var upphaflega búið til til þess að selja amerískum hersveitum, en hljómur þess hefur reyndar ekkert með það að gera. Það er fyrst og fremst mjög hljómfagurt og hljómmikið, hefur einfalt og látlaust útlit og mjög vandað. Það er úr mahogany við og  hefur kringlótt hljómgat.

 

Rúmönsk mandólín

Sangitamiya býður einnig upp á þrjár mismunandi tegundir af handgerðum mandólínum frá Rúmeníu.

Portuguese I mandólínið er afar fallegt hljóðfæri, úr gegnheilu greni að framan og hlyn að aftan. Mjög hljómmikið og hljómfagurt peru-laga hljóðfæri.

Portugese II mandólínið er, eins og Portuguese I týpan, einnig úr gegnheilu greni að framan og hlyn að aftan. Það er hinsvegar dropalaga og hljómurinn er örlítið öðruvísi, en engu að síður mjög fallegur.

Þriðja rúmenska týpan kallast modern mandólín, en útlitið er nútímalegra.  Þetta er hljómfagurt hljóðfæri sem, ólíkt portuguese týpunum, er gert úr samsettum viðarlögum.