Select Page
Photo gallery

Sangitamiya býður upp á margar hágæða tegundir af ukulele hljóðfærum í öllum stærðum.  Um er að ræða hljóðfæri sem eru smíðuð úr mjög fínum viðartegundum eins og kóa við frá Hawaii,  Flame Maple, Acacia og Lace Wood, en öll eru þessi hljóðfæri bæði afskaplega falleg í útliti og einstaklega hljómfögur.

Í þessum flokki eru hljóðfærin yfirleitt smíðuð úr gegnheilum við, (bak og toppur), eins og „Solid Spruce“ týpan.  Það eru líka að finna hljóðfæri með góðu pick-up kerfi, eins og djass týpan „Archtop“, og hljóðfæri með pick-up sem og cutaway, eins og „Koa Cedar EQ“ týpan.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er Jake Shimabukuro, einn mesti ukulele virtúós, að spila bítlalagið „How My Guitar Gently Weeps“ á hágæða tenór ukulele: