Select Page
Photo gallery

Í Sangitamiya fást harmónikkur af ýmsu tagi fyrir alla aldurshópa.

Fyrir þá yngstu eru Scarlatti „child prodigy“ harmónikkurnar tilvaldar. Það þarf lágmarks-tónlistarþekkingu til þess að spila á þær hljómþýða tónlist og hafa gaman af. Þær eru fáanlegar í fjórum litum.

Scarlatti „Child Prodigy“ harmónikkurnar eru einnig fáanlegar með hljómborði, sem gefur hljóðfæraleikaranum fleiri möguleika í spilamennskunni.  Frábær valkostur fyrir alla þá, sem vilja læra undirstöðuna í harmónikkuleik og spila létt og skemmtileg lög. Þessar harmónikkur eru 8-bassa, og hljómborðið nær yfir tíund, með 17 tónum.

Fyrir þá sem vilja auka harmónikku kunnáttu sína ennfremur, eru Scarlatti harmónikkurnar einnig fáanlegar stærri. 12-bassa harmónikkan hefur hljómborð sem nær yfir tvær áttundir með 25 tónum og er tveggja radda sem merkir að tónninn er stærri / breiðari.  Fáanleg í rauðu og einnit 24-bassa sem þýðir að takkarnir eru fleiri og þar af leiðandi meira tónsvið.

Harmónikka 12 Bass

Stærsta Scarlatti harmónikkan sem fáanleg er í Sangitamiya er afar skemmtileg og hljómfögur. Hún er 48-bassa, sem gefur mun fleiri möguleika í spilamennskunni, hljómborðið nær yfir rúmar tvær áttundir með 26 tónum og hún er þriggja radda. Þar að auki eru þrjár skiptingar, en þær stjórna því hvernig raddirnar þrjár hljóma saman og þar með hvernig hljómur harmonikkunnar er hverju sinni.

Harmónikka 48-bass