Select Page
Photo gallery

Næst fyrir ofan Makala línuna er KA-mahogany línan, en þar er að finna hljóðfæri í einfaldri smíð, einnig úr mahogany við, en þó úr fínni við og fínni áferð heldur en áferð Makala hljóðfæranna.

Þessi hljóðfæri hafa auk þess Aquila strengi og betri stilliskrúfur.  Aquila strengir eru ítalskir handgerðir strengir, yfirleitt hvítir á litinn og úr nylgut efni.  Nylgut er þróun Aquila fyrirtækisins, en sóst er eftir því að ná fram samskonar hljómi og úr þeim strengjum sem fyrir nokkrum áratugum voru aðallega gerðir úr girni.

Hljóðfærin í þessum flokki eru KA-15S, KA-S og KA-P í sópran, KA-C í concert og KA-T í tenór.  Concert og tenór stærðirnar hafa þann möguleika að vera með pick-up, en þá er um KA-CE og KA-TE týpurnar að ræða.

KA – Mahogany Gloss

KA-mahogany línan er líka til í lakkaðri áferð, en sú lína heitir Gloss línan.  Í þessari línu er sópran týpa, KA-SLNG, sem hefur lengri háls heldur en venjulegt sópran ukelele, álíka langan og á concert ukulele. Sú gerð kallast „long neck“.  Concert og tenor stærðirnar eru líka að finna í lakkaðri Gloss línunni.

KA-SLNG

Þar að auki eru tvær aðrar týpur sem hafa vakið mikla athygli meðal ukulele spilara, nefnilega 6- og 8 -strengja ukulele.  Þessar tvær tegundir eru fáanlegar í tenor stærð.  6-strengja ukulele tvöfaldar C og A strengina og er stillt G-Cc-E-Aa, en 8-strengja ukulele tvöfaldar alla strengina.

 

 

 

Tilbaka á aðal ukulele síðuna —>