Select Page
Photo gallery

Kalimba Classic

Á þessari siðu:
Kalimba
Sansúla
Saga og útbreiðsla kalimbunnar

Kalimba er ný útgáfa af hinu afríska hljóðfæri mbira, eða „thumb piano“.  Hljóðfærin hafa hljómkassa úr við, en á hann eru festir málmpinnar í mismunandi lengdum, sem hægt er að færa til eftir því hversu háa og lága tóna óskað er eftir. Þegar þrýst er á pinnana og þeim sleppt mynda þeir tóna, en bæði er hægt að nota hljóðfærið sem rytmahljóðfæri eða melódískt hljóðfæri.

Sangitamiya býður upp á nokkrar gerðir af kalimbum frá nokkrum fyrirtækjum, þar á meðal frá þýska fyrirtækinu Hokema.  Eina þeirra má sjá hér til hliðar, Kalimba „classic“, sem hefur kassa úr rósavið. Hljóðfærið er holt að innan sem skapar ákveðinn hljóm, heldur hrárri en aðrar nýrri kalimbur hafa, en sá hljómur líkist mun meira þeim upprunalega hljóm sem mbira hefur. Á bakhlið hljóðfærisins eru tvö göt sem notuð eru til að búa til víbrató á tónana.  Þessi kalimba er stillt í pentatónískum a-moll skala, eða a-c-d-e-g (-a).

Aðrar tegundir af kalimbum fáanlegum í Sangitmaiya frá Hokema í þýskalandi eru B5, B7 og B9 með mismörgum pinnum og í mismunandi stillingum.

Kalimba B5

Kalimba B5 týpan er úr gegnheilum mahogany við og hefur fimm málmpinna eins og nafnið gefur til kynna. Hljóðfærið er lítið og smellpassar í lófann. Viðarkubburinn er heill, ekki holur að innan hefur hljóðfærði því fyllri og afar fallegan hljóm. Stillingin er f- moll ferhljómur, eða f-as-c-f-c.

Kalimba B7 týpan er úr gegnheilmu amerískum kirsuberjavið, örlítið stærri en B5 týpan en hefur 7 málmpinna sem eru breiðari og lengri en á B5 týpunni. Tónarnir eru því dýpri og stillingin er önnur, C – pentatónísk (c-d-e-g-a, þar sem lægsti tónninn er e).

Kalimba B9

Kalimba B9 týpan er úr amerískum rósavið, einnig gegnheill viðarkubbur og hefur því sömu fyllingu í tónunum og hinar tvær týpurnar. Hún hefur 9 málmpinna sem gefur fleiri möguleika í spilamennsku.

Hljóðfærið er jafnstórt og B7 týpan, en engu að síður mjög handhæg. Stillingin er a- moll, með aukatónunum h og f.

 

 

http://www.sangitamiya.is/wp-content/uploads/2010/04/Sansula.jpg

Sansula

Sansula

Hokema er einnig frumkvöðull í þróun og smíði Sansúlu, sem einnig á rætur sínar að rekja til afríska hljóðfærisins mbira.

Sansúlan er afar hljómfögur og býður upp á marga tónlistarlega möguleika.

Saga og útbreiðsla kalimbunnar

Afríska hljóðfærið Mbira er talið margra alda gamalt og það varð sennilega til á tveimur svæðum í Afríku á sama tíma, óháð hvort öðru, annarsvegar í austanverðri vestur-Afríku og hinsvegar í suðaustur afríku. Samkvæmt sköpunarsögu Shona fólksins í Zimbabwe gáfu andar mönnum kalimbuna þegar jörðin var ung, sem er vísbending um að hún hafi verið til mjög lengi.

Þegar tónlist fyrir kalimbu/mbira og sýlófón er skoðuð kemur í ljós að hún er svipuð og því hafa fræðimenn leitt líkur að því að kalimban hafi komið í stað sýlófóns þegar ferðast þurfti með hljóðfærið og kalimban er betur til þess fallin að ferðast með.

Fyrstu evrópsku heimildirnar um mbira eru frá 1570, þegar Portúgalar komu á svæðið. Þá var hljóðfærið þó þegar mjög útbreitt. Eftir það hafa fundist nokkrar heimildir um hljóðfærið frá mismunandi tímum, fólk hafði það með sér frá Afríku þegar það var flutt til Evrópu sem þrælar og eintök hafa fundist á stökum söfnum í Evrópu. Það sem þó sennilega hefur haft mest áhrif á útbreiðslu kalimbunnar var að árið 1929 tók Hugh Tracey, enskur maður, ástfóstri við tónlistina og eyddi meiri hluta ævi sinnar í að taka upp tónlistina á mismunandi svæðum í Afríku og þróaði hljóðfærið. Hann stofnaði International Library of African Music til þess að hýsa öll þau gögn og upptökur sem hann safnaði saman og stuttu síðar stofnaði hann African Musical Instruments og fór að framleiða hágæða kalimbur og flutti út til Bandaríkjanna og Evrópu. Í kjölfarið spruttu upp margir kalimbu smiðir í heiminum. Í dag er hljóðfærið þekkt um nánast allan heim og það er notað í allskonar tónlist, það er einnig nótað í hljóð-og tónlistarmeðferð og nýtur mikilla vinsælda.