Select Page
Photo gallery

Ukulele bassinn frá Kala er tímamótauppfinning, en um er að ræða bassa með 50cm háls (20″) sem er með sama raddsvið og hefðbundinn bassi.  Hann er stilltur í hefðbundinni bassa stillingu, E-A-D-G, en hefur strengi úr svokölluðu „polyurethane“ gúmmí.  Það er sönn ánægja að spila á u-bassann, hvort heldur sem er á æfingu, upptöku eða tónlistarflutning.

Í eftirfarandi myndbandi talar Mike Upton frá Kala fyrirtækinu um einkenni, uppfinningu og þróun ukulele bassans:

http://www.youtube.com/watch?v=rj99q5R2cBs

 

Ukulele bassinn kemur í þrem mismunandi gerðum eftir viðartegund:  spruce, mahogany og acacia.  Hægt er að fá bæði hljóðfæri með böndum (fretted) og án banda (fretless) í hverri viðartegund fyrir sig.  Spruce týpan með böndum er líka til fyrir örvhenta (LH).

 

 

Tilbaka á aðal ukulele síðuna —>