Select Page
Photo gallery

Einn aðal kostur ukulele hljóðfærisins er hversu skemmtilegt og aðgengilegt það er að spila á það.  Fólk á öllum aldri getur lært að spila falleg lög, og ekki síður yngstu hljóðfæraleikarar eins og má sjá á eftirfarandi myndbandi:

http://www.youtube.com/watch?v=SmSl49bTI1A

Í Sangitamiya er að finna gott úrval af kennsluefni fyrir ukulele, hvort heldur sem er bækur, geisladiskar eða DVD-myndbönd, fyrir fólk á öllum aldri og getu stigi.

DVD kennslumyndböndin eftir Ralph Shaw, sem er kallaður „Kóngur ukulelesins“, bjóða upp á skemmtilegar og aðgengilegar kennsluaðferðir fyrir alla.  Yngstu krakkar geta lært með „Ukulele Course for Kids“, en eldri byrjendur geta lært með „Complete Ukulele Course“.  Fyrir lengra komna eru „Essential Strums“ og „Ukulele Play Along“ diskarnir frábær valkostur til þess að bæta tæknina fyrir bæði vinstri sem og hægri hönd og til þess að auka úrval laga.

Sangitamiya býður einnig upp á kennslubækur bæði fyrir hefðbunda C-stillingu sem og fyrir D-stillingu.

Ukalaliens bókin inniheldur fallegar myndir og sjarmerandi uppsetningu til þess að kynna nýja aðferð í ukulele kennslu sem byggir á tölusettu kerfi sem gerir það mjög auðvelt að spila lög í mismunandi tóntegundum.  Bókin er mjög fallega skreytt, en henni fylgir geisladiskur með 20 þjóðlögum auk nokkurra frumsamdra laga.  Þessi kennsluaðferð hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum, en höfundar bókarinnar eru oft að halda námskeið í þeim ýmsu ríki Bandaríkjanna.

Ukulele for Absolute Beginners inniheldur gott úrval laga til að spila á ukulele og ljósmyndir til að sýna gripin; bókin er í C-stillingu og henni fylgir geisladiskur.  You Can Play the Ukulele er í D-stillingu og hefur verið vinsæl um margra ára skeið.

 

Tilbaka á aðal ukulele síðuna —>