Select Page
Photo gallery

Sangitamiya býður upp á mjög gott úrval ukulele strengja fyrir allar tegundir og stærðir af ukulele.  Ein besta tegund ukulele strengja eru svokallaðir nylgut strengir frá ítalska fyrirtækinu Aquila, þar sem Mimmo Peruffo stendur fyrir þróun handgerðra strengja sem sameina kosti gömlu girnis strengjanna og varanleika nútíma nylon strengja.  Þeir eru hvítir á litinn og mjúkir að spila á.

Auk þess að vera með venjuleg strengjasett fyrir sópran, concert, tenor og baritón ukulele (í venjulegri ukulele stillingu G-C-E-A og baritón stillingu D-G-H-E), bjóða Aquila strengir upp á öðruvísi stillingar, eins og fiðlustillingu (G-D-A-E) og víólustillingu (C-G-D-A).  Þar að auki gefst kostur á að vera með venjulega ukulele stillingu með dýpri G-streng (svo kallað „low G“) þar sem g-strengurinn er stilltur áttund fyrir neðan venjulega stillingu.

Venjulegir GHS nylon ukulele strengir eru einnig fáanlegir í Sangitamiya.

Myndbönd

Eftirfarandi myndband sýnir muninn á Aquila strengjum og venjulegum ukulele strengjum.

http://www.youtube.com/watch?v=9CtjJq4XWaE

Næsta myndband sýnir hvernig á að stilla ukulele í hefðbundinni C-stillingu.

http://www.youtube.com/watch?v=Weu8nsJRMqE

 

U-bass strengir / strengir fyrir ukulele bassa.

Einnig fást strengir fyrir ukulele bassa í Sangitamiya.  Um er að ræða strengi sem voru sér hannaðir og þróaðir af fyrirtækinu Road Toad Music til þess að ná einkennum bassans í lítilli baritón-ukulele stærð.  Þeir eru gerðir úr sértakri gúmmí tegund sem kallast polyurethane.

 

 

 

 

 

 

Tilbaka á aðal ukulele síðuna —>